Börn og lyfjatilraunir Þorsteinn Siglaugsson skrifar 20. desember 2021 09:30 Undanfarnar vikur og mánuði hefur harður áróður verið rekinn fyrir bólusetningu ungra barna við Covid-19. Í síðustu viku var gefið verulega í. Fyrstur reið á vaðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með ógnvekjandi tölur um þá hættu sem börnum væri búin af Covid-19 og fjarstæðukenndar fullyrðingar um hættu á langtímaafleiðingum. Í kjölfarið birtust viðtöl við Valtý Thors barnalækni, Ásgeir Haraldsson prófessor og fleiri, sem bergmáluðu fullyrðingar Þórólfs með ýmsum tilbrigðum. Trúverðugleikinn brostinn Fljótlega kom á daginn að Þórólfur hafði tvöfaldað allar tölur í skýrslunni um innlagnir, gjörgæslumeðferð og dauðsföll barna, auk þess sem hann tók ekkert tillit til þess einungis lítill hluti raunverulegra smita greinist yfirleitt, t.d. um fjórðungur í Bandaríkjunum og á heimsvísu allt að einn tuttugasti.[i] Sé þetta tekið með í reikninginn er nær lagi að ætla að 10-20 börn hérlendis myndu leggjast á sjúkrahús ef þau smituðust öll, ekki allt að 200 líkt og Þórólfur hélt fram í upphafi. Ekkert barn myndi látast. Þórólfur hefur síðan viðurkennt ýkjurnar um þetta efni að hluta. En aðrar hefur hann ekki leiðrétt, til dæmis að 3-5 af hverjum tíu sem smitast af Covid-19 glími við alvarlegar langtímaafleiðingar. Það væru að lágmarki sex þúsund manns og vafalaust hefði nú einhver tekið eftir því! Áhætta og ávinningur Laugardaginn 18. desember, í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn bólusetningu barna, brást svo Magnús Karl Magnússon prófessor við gagnrýni á lyfjatilraunir á heilbrigðum börnum. „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum ... nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir.“ skrifaði Magnús í pistli sem að stórum hluta var birtur á Vísi[ii]. Þar vísar hann til tilraunar Pfizer með bólusetningu ungra barna, og virtist draga þá ályktun að niðurstöður hennar staðfesti að bóluefnin séu þeim hættulaus. „Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum“ segir hann orðrétt. En í rannsókninni er skýrt tekið fram að í henni er ekki lagt mat á hættu á sjaldgæfum eða langvinnum aukaverkunum. Heildarrannsókn Pfizer á áhrifum bóluefnisins á börn og ungt fólk lýkur raunar ekki fyrr en árið 2026.[iii] Bóluefnin fyrir ung börn eru seld undir svonefndu neyðarleyfi (e: emergency authorization) og teljast því ekki fullprófuð lyf. Sú ályktun Magnúsar að öryggi efnanna fyrir börn sé staðfest er því röng: Við fyrirhugaða bólusetningu barna verður notast við lyf á neyðarleyfi, aukaverkanir þeirra fyrir aldurshópinn eru órannsakaðar, en fyrir liggur að þau hafa leitt hafa til 75-földunar tilkynntra aukaverkana hérlendis í öðrum aldurshópum[iv]. Það er alvarlegt mál í ljósi þess hversu gríðarlega lítil hætta börnum er búin af sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri þýskri rannsókn sem nær fram í maí 2021 hefur ekkert heilbrigt 5-11 ára barn látist þar í landi vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins, svo dæmi sé nefnt.[v] Við getum fylgt fordæmi Finna Franska læknaakademían hefur nýverið mælt gegn bólusetningu heilbrigðra 5-11 ára barna.[vi] Finnsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að heilbrigð 5-11 ára börn verði almennt ekki bólusett, en börnum í áhættuhópi og þeim sem deila heimili með fólki í áhættuhópi verði boðin bólusetning.[vii] Ég hvet heilbrigðisráðherra til að skoða vel röksemdir finnskra yfirvalda fyrir þessari ákvörðun, sem mér virðist lýsa skynsemi, varkárni og virðingu fyrir hagsmunum barna. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.ecdc.europa.eu/en/publications-data/interim-public-health-considerations-covid-19-vaccination-children-aged-5-11, https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/cases-updates/burden.html, https://onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1111/eci.13554 [ii] https://www.visir.is/g/20212198020d/sannar-lega-ekki-slaemt-ad-gera-til-raunir-a-bornum [iii] https://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT04816643 [iv] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni [v] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [vi] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en [vii] https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur harður áróður verið rekinn fyrir bólusetningu ungra barna við Covid-19. Í síðustu viku var gefið verulega í. Fyrstur reið á vaðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með ógnvekjandi tölur um þá hættu sem börnum væri búin af Covid-19 og fjarstæðukenndar fullyrðingar um hættu á langtímaafleiðingum. Í kjölfarið birtust viðtöl við Valtý Thors barnalækni, Ásgeir Haraldsson prófessor og fleiri, sem bergmáluðu fullyrðingar Þórólfs með ýmsum tilbrigðum. Trúverðugleikinn brostinn Fljótlega kom á daginn að Þórólfur hafði tvöfaldað allar tölur í skýrslunni um innlagnir, gjörgæslumeðferð og dauðsföll barna, auk þess sem hann tók ekkert tillit til þess einungis lítill hluti raunverulegra smita greinist yfirleitt, t.d. um fjórðungur í Bandaríkjunum og á heimsvísu allt að einn tuttugasti.[i] Sé þetta tekið með í reikninginn er nær lagi að ætla að 10-20 börn hérlendis myndu leggjast á sjúkrahús ef þau smituðust öll, ekki allt að 200 líkt og Þórólfur hélt fram í upphafi. Ekkert barn myndi látast. Þórólfur hefur síðan viðurkennt ýkjurnar um þetta efni að hluta. En aðrar hefur hann ekki leiðrétt, til dæmis að 3-5 af hverjum tíu sem smitast af Covid-19 glími við alvarlegar langtímaafleiðingar. Það væru að lágmarki sex þúsund manns og vafalaust hefði nú einhver tekið eftir því! Áhætta og ávinningur Laugardaginn 18. desember, í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn bólusetningu barna, brást svo Magnús Karl Magnússon prófessor við gagnrýni á lyfjatilraunir á heilbrigðum börnum. „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum ... nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir.“ skrifaði Magnús í pistli sem að stórum hluta var birtur á Vísi[ii]. Þar vísar hann til tilraunar Pfizer með bólusetningu ungra barna, og virtist draga þá ályktun að niðurstöður hennar staðfesti að bóluefnin séu þeim hættulaus. „Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum“ segir hann orðrétt. En í rannsókninni er skýrt tekið fram að í henni er ekki lagt mat á hættu á sjaldgæfum eða langvinnum aukaverkunum. Heildarrannsókn Pfizer á áhrifum bóluefnisins á börn og ungt fólk lýkur raunar ekki fyrr en árið 2026.[iii] Bóluefnin fyrir ung börn eru seld undir svonefndu neyðarleyfi (e: emergency authorization) og teljast því ekki fullprófuð lyf. Sú ályktun Magnúsar að öryggi efnanna fyrir börn sé staðfest er því röng: Við fyrirhugaða bólusetningu barna verður notast við lyf á neyðarleyfi, aukaverkanir þeirra fyrir aldurshópinn eru órannsakaðar, en fyrir liggur að þau hafa leitt hafa til 75-földunar tilkynntra aukaverkana hérlendis í öðrum aldurshópum[iv]. Það er alvarlegt mál í ljósi þess hversu gríðarlega lítil hætta börnum er búin af sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri þýskri rannsókn sem nær fram í maí 2021 hefur ekkert heilbrigt 5-11 ára barn látist þar í landi vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins, svo dæmi sé nefnt.[v] Við getum fylgt fordæmi Finna Franska læknaakademían hefur nýverið mælt gegn bólusetningu heilbrigðra 5-11 ára barna.[vi] Finnsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að heilbrigð 5-11 ára börn verði almennt ekki bólusett, en börnum í áhættuhópi og þeim sem deila heimili með fólki í áhættuhópi verði boðin bólusetning.[vii] Ég hvet heilbrigðisráðherra til að skoða vel röksemdir finnskra yfirvalda fyrir þessari ákvörðun, sem mér virðist lýsa skynsemi, varkárni og virðingu fyrir hagsmunum barna. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.ecdc.europa.eu/en/publications-data/interim-public-health-considerations-covid-19-vaccination-children-aged-5-11, https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/cases-updates/burden.html, https://onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1111/eci.13554 [ii] https://www.visir.is/g/20212198020d/sannar-lega-ekki-slaemt-ad-gera-til-raunir-a-bornum [iii] https://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT04816643 [iv] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni [v] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [vi] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en [vii] https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun