Vindlarnir snúa aftur í Björkina: „Gömul hefð sem fólk vill geta gengið að“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 17:42 Björkin hefur verið að stafla sig upp á síðkastið fyrir komandi hátíðir. vísir/vilhelm Tóbaksverslunin Björkin er aftur farin að selja vindla eftir rúmlega hálfs árs hlé. Margir hafa velt fyrir sér hvort verslunin sé að loka dyrum sínum endanlega eftir 94 ára rekstur en eigandinn segir að svo sé ekki þó breytingar á rekstrinum séu væntanlegar á næsta ári. Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira