Myndin halaði inn (e. box office) fimmtíu milljónum bandaríkjadollara eða rúmum sex og hálfum milljarði íslenskra króna þegar hún var forsýnd núna á fimmtudaginn síðastliðinn.
Aðeins tvær aðrar myndir hafa skilað meiri tekjum „forsýningardegi“ en það eru kvikmyndirnar Avengers: Endgame, sem skilaði sextíu milljónum dollara, og Star Wars: The Force Awakens, en hún skilaði um fimmtíu og sjö milljónum í kassann á forsýningardegi.
Spider-Man myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur víðsvegar um heim en hún var frumsýnd í gær. Kvikmyndin situr í öðru sæti á vinsældalista vefsíðunnar imdb.com og er hún með 9,1 í einkunn á vefsíðunni, sem þykir mjög gott, en rúmlega hundrað þúsund manns hafa gefið kvikmyndinni einkunn.