Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2021 14:00 Elín og Bjarni með menningarviðurkenninguna, sem þau fengu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021. Það er alltaf gaman að koma í Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til þeirra Bjarna og Elínar til að glugga í nýjar bækur eða gamlar, eða jafnvel bara til að fá sér kaffisopa. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar heimsótti Bókakaffið í vikunni og færði þeim hjónum menningarviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2021. „Þetta er bara mikill heiður og mjög ánægjulegt og eins og ég sagði við afhendinguna, og auðvitað mikilsvert fyrir svona lítið fyrirtæki að fá svona viðurkenningu og mikilvægast frá nærsamfélaginu,“ segir Bjarni. „Já, ég er alveg 100 prósent sammála, það er bara uppörvandi að fá þetta og maður heldur þá ótrauður áfram við það, sem maður var að gera,“ bætir Elín við. „Við höfum verið að selja bækur og svo hefur þetta þróast í ýmsar áttir. Bæði það að við höfum komið að útgáfu, þar að segja framleiðslu á bókum og vaxandi endurvinnslu á bókum, þar að segja sölu á gömlum bókum, bæði hérna og svo opnuðum við útibú í Reykjavík,“ segir Bjarni. Menningarnefnd Árborgar, ásamt Bjarna og Elínu þegar afhending verðlaunanna fór fram í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er brjálað að gera hjá Bjarna og Elínu fyrir jól enda eru þau að gefa út 32 titla af nýjum bókum. „Það lendir nú miklu meira á Elínu og starfsfólkinu, ég er búni að grafa mig inn í haugana af gömlum bókunum og þar tikkar klukkan svolítið öðruvísi. Vinnudagarnir eru vissulega langir en svolítið öðruvísi,“ segir Bjarni enn fremur. En er skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður? „Já, það er ekkert hægt að líkja því saman Magnús minn, hér er lífið,“ segir Bjarni kampakátur með menningarviðurkenninguna og vel gengni bókakaffisins og bókaútgáfunnar Sæmundar, sem þau hjónin eiga. Árborg Alþingi Bókaútgáfa Jól Menning Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Erlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira
Það er alltaf gaman að koma í Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til þeirra Bjarna og Elínar til að glugga í nýjar bækur eða gamlar, eða jafnvel bara til að fá sér kaffisopa. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar heimsótti Bókakaffið í vikunni og færði þeim hjónum menningarviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2021. „Þetta er bara mikill heiður og mjög ánægjulegt og eins og ég sagði við afhendinguna, og auðvitað mikilsvert fyrir svona lítið fyrirtæki að fá svona viðurkenningu og mikilvægast frá nærsamfélaginu,“ segir Bjarni. „Já, ég er alveg 100 prósent sammála, það er bara uppörvandi að fá þetta og maður heldur þá ótrauður áfram við það, sem maður var að gera,“ bætir Elín við. „Við höfum verið að selja bækur og svo hefur þetta þróast í ýmsar áttir. Bæði það að við höfum komið að útgáfu, þar að segja framleiðslu á bókum og vaxandi endurvinnslu á bókum, þar að segja sölu á gömlum bókum, bæði hérna og svo opnuðum við útibú í Reykjavík,“ segir Bjarni. Menningarnefnd Árborgar, ásamt Bjarna og Elínu þegar afhending verðlaunanna fór fram í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er brjálað að gera hjá Bjarna og Elínu fyrir jól enda eru þau að gefa út 32 titla af nýjum bókum. „Það lendir nú miklu meira á Elínu og starfsfólkinu, ég er búni að grafa mig inn í haugana af gömlum bókunum og þar tikkar klukkan svolítið öðruvísi. Vinnudagarnir eru vissulega langir en svolítið öðruvísi,“ segir Bjarni enn fremur. En er skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður? „Já, það er ekkert hægt að líkja því saman Magnús minn, hér er lífið,“ segir Bjarni kampakátur með menningarviðurkenninguna og vel gengni bókakaffisins og bókaútgáfunnar Sæmundar, sem þau hjónin eiga.
Árborg Alþingi Bókaútgáfa Jól Menning Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Erlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira