Herða sóttvarnareglur yfir jólin eftir mikinn fjölda smita Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 07:31 Kevin Durant var svo sannarlega frískur í sigri Brooklyn Nets gegn Philadelphia 76ers. Hann þarf líkt og aðrir að lúta hertari sóttvarnareglum um jólin. AP/Mary Altaffer Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í NBA-deildinni í körfubolta hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að herða sóttvarnareglur yfir jólahátíðina. Samkvæmt frétt ESPN hafa 52 leikmenn og tveir þjálfarar þurft að taka sér hlé frá æfingum og leikjum vegna kórónuveirunnar í desember. Hópsmit hafa komið upp hjá fimm félögum; Brooklyn Nets, Charlotte Hornets, Chicago Bulls, LA Lakers og Sacramento Kings. Hertar sóttvarnareglur taka gildi á öðrum degi jóla, 26. desember, þegar smitprófum verður fjölgað og kröfur auknar um grímunotkun. Þeir sem fengið hafa aukasprautu af bóluefni fyrir meira en 14 dögum, eða eru nýlega búnir að jafna sig af veirusmiti, eru undanþegnir hertari kröfum. Alls 22 leikmenn hafa þurft að taka sér hlé vegna smita á síðustu tveimur sólarhringum. Tveimur leikjum frestað í vikunni Aðeins tveimur leikjum hefur þó verið frestað í þessari viku og í báðum tilfellum voru það leikir Chicago Bulls – gegn Detroit Pistons á þriðjudagskvöld og gegn Toronto Raptors í nótt. Fjórir leikir fóru fram í nótt þar sem meðal annars Brooklyn Nets unnu Philadelphia 76ers, 114-105. Kevin Durant tók til sinna ráða í lokafjórðungnum, þegar Brooklyn tryggði sér sigurinn, og endaði með 34 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Phoenix Suns hélt áfram að salla inn sigrum þegar liðið vann Washington Wizards af öryggi, 118-98. Phoenix hefur unnið 23 af 28 leikjum sínum og er jafnt Golden State Warriors á toppi vesturdeildarinnar. Brooklyn er efst í austurdeildinni með 21 sigur og 8 töp. Úrslitin í nótt: Indiana 122-113 Detroit Brooklyn 114-105 Philadelphia Houston 103-116 New York Phoenix 118-98 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Samkvæmt frétt ESPN hafa 52 leikmenn og tveir þjálfarar þurft að taka sér hlé frá æfingum og leikjum vegna kórónuveirunnar í desember. Hópsmit hafa komið upp hjá fimm félögum; Brooklyn Nets, Charlotte Hornets, Chicago Bulls, LA Lakers og Sacramento Kings. Hertar sóttvarnareglur taka gildi á öðrum degi jóla, 26. desember, þegar smitprófum verður fjölgað og kröfur auknar um grímunotkun. Þeir sem fengið hafa aukasprautu af bóluefni fyrir meira en 14 dögum, eða eru nýlega búnir að jafna sig af veirusmiti, eru undanþegnir hertari kröfum. Alls 22 leikmenn hafa þurft að taka sér hlé vegna smita á síðustu tveimur sólarhringum. Tveimur leikjum frestað í vikunni Aðeins tveimur leikjum hefur þó verið frestað í þessari viku og í báðum tilfellum voru það leikir Chicago Bulls – gegn Detroit Pistons á þriðjudagskvöld og gegn Toronto Raptors í nótt. Fjórir leikir fóru fram í nótt þar sem meðal annars Brooklyn Nets unnu Philadelphia 76ers, 114-105. Kevin Durant tók til sinna ráða í lokafjórðungnum, þegar Brooklyn tryggði sér sigurinn, og endaði með 34 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Phoenix Suns hélt áfram að salla inn sigrum þegar liðið vann Washington Wizards af öryggi, 118-98. Phoenix hefur unnið 23 af 28 leikjum sínum og er jafnt Golden State Warriors á toppi vesturdeildarinnar. Brooklyn er efst í austurdeildinni með 21 sigur og 8 töp. Úrslitin í nótt: Indiana 122-113 Detroit Brooklyn 114-105 Philadelphia Houston 103-116 New York Phoenix 118-98 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Indiana 122-113 Detroit Brooklyn 114-105 Philadelphia Houston 103-116 New York Phoenix 118-98 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira