Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2021 08:01 Embla Kristínardóttir fer ekki fögrum orðum um Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara Skallagríms. vísir/vilhelm Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti