Þrjúhundruð stöðvaðir og einn tekinn fyrir ölvunarakstur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2021 11:38 Nokkur röð myndaðist á Hringbraut í gær þar sem lögreglan lét alla blása í áfengismæla. Vísir Einn var gripinn grunaður um ölvunarakstur í aðgerðum lögreglu á Hringbraut í gær. Lögreglan lokaði Hringbraut til austurs í gær og lét alla ökumenn þar blása í áfengismæla. „Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum. Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum.
Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira