Dýr myndi Elliði allur Tómas Guðbjartsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ölfus Tómas Guðbjartsson Tengdar fréttir Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00 Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00
Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun