Dýr myndi Elliði allur Tómas Guðbjartsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ölfus Tómas Guðbjartsson Tengdar fréttir Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00 Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00
Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun