Dýr myndi Elliði allur Tómas Guðbjartsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ölfus Tómas Guðbjartsson Tengdar fréttir Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00 Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00
Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun