Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 20:01 Kári Benediktsson, Jakob Már Österby Ævarsson, Björn Diljan Hálfdánarson, Þorkell Breki Gunnarsson eru ekkert ósáttir við að hafa Hagaskóla útaf fyrir sig. Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. „Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún. Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
„Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún.
Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11