Börn eru að meðaltali 29 mánaða þegar þau hefja dvöl á leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2021 15:29 Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun