Nú er mygla fundin hjá 9. bekk einnig og í tilkynningu frá skólastjóra segir að eins og staðan sé nú sé ekki ljóst hvar kennsla í 9. bekk muni fara fram og því verði næstu dagar notaðir í að finna húsnæði og skipuleggja kennslu.
Kennsla fellur því niður hjá 9. bekk í dag og munu nánari upplýsingar berast síðdegis.
Þá kemur einnig fram að rakaskemmdir hafi fundist í álmunni sem 10. bekkingar nota og er það mál í frekari skoðun en verkfræðistofan Efla vinnur að frekari greiningu á niðurstöðum og endanlegri ástandsskýrslu.