Kosningar og staðfesting kjörbréfa Helga Vala Helgadóttir skrifar 25. nóvember 2021 19:00 Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. Kjósendur gengu til alþingiskosninga þann 25. september sl. og geri ég ráð fyrir að þar hafi kjósendur gert ráð fyrir að kosningar færu fram eins og lög gera ráð fyrir. Það er mikilvægt að ekki leiki vafi á slíku því það er mikilvægt, fyrir framtíð lýðræðis á Íslandi, að hvers konar misbrestur á framkvæmd kosninga sé ekki álitinn léttvægur heldur af alvöru. Kosningalögin setja framkvæmdaraðilum kosninga ýmsar reglur og ef annmarkar eru á framkvæmdinni, og ætla má að það hafi haft áhrif á úrslit kosninga, gera lögin ráð fyrir afleiðingum. Best færi að öðrum en þingmönnum væri falið verkefnið að úrskurða um gildi kosninga en svona er þetta samkvæmt stjórnarskrá og undan því getum við ekki skorast. Okkar verkefni er að fylgja bókstaf laganna og greiða atkvæði um það hvort framkvæmd kosninga hafi verið þannig að kjósendur geti treyst því að niðurstaða kosninga á landinu sýni hinn lýðræðislega vilja kjósenda. Framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi bar með sér fjölmarga annmarka eins og rannsókn undirbúningsnefndar hefur leitt í ljós. Talning hófst áður en kjörstaðir lokuðu, verklag við talningu tók breytingum í miðju verki án þess að öllum sem komu að flokkun og talningu væri það kunnugt. Þá var færslum í gerðarbók ábótavant þannig að hvorki voru atvik rituð jafnóðum eins og gera skal, né var allt sem ber að færa þangað inn fært til bókar. Þá var eftirárituð gerðarbók undirrituð af oddvita yfirkjörstjórnar einum. Við endurtalningu eiga sér einnig stað margvíslegir annmarkar. Oddviti yfirkjörstjórnar var einn á talningastaðnum um tíma og utan auga myndavéla sem staðsettar eru fyrir utan talningarstað. Þar innan salar mátti hvort tveggja finna blýanta og strokleður, endurtalning hófst án þess að tekin væri um það formleg ákvörðun og áður en talningafólk og ekki síður umboðsmenn mættu á staðinn og loks voru ekki allir kjörseðlar endurtaldir heldur bara hluti þeirra. Allir þessir annmarkar komu í ljós við rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Við afhendingu kjörbréfa frá Landskjörstjórn gerðist sá óvenjulegi atburður að með kjörbréfum fylgdi bókun landskjörstjórnar þess efnis að ekki hefði komið fram að meðferð kjörgagna hefði verið fullnægjandi. En skiptir þetta einhverju máli fyrst vægi flokkanna sem sæti eiga á alþingi breyttist ekki við endurtalningu? Jú, þetta snýst um traust á lýðræðislegum kosningum, traust á lögmæti Alþingis, traust á okkar störfum. Þetta snýst líka um tilveru tíu einstaklinga sem ýmist eru eða eru ekki þingmenn. Þær reglur við framkvæmd kosninga sem ritaðar eru í kosningalögin eru öryggisreglur til að tryggja að hinn lýðræðislegi vilji kjósenda sé virtur. Þess vegna verðum við að skoða hvað lögin boða og hvernig bregðast skal við ef misbrestur verður á framkvæmdinni. Fyrir liggur niðurstaða rannsóknar lögreglu á Vesturlandi þess efnis að kosningalög hafi verið brotin í veigamiklum atriðum varðandi vörslur kjörgagna. Þetta er staðreynd sem er óumdeild og er hér um að ræða verulegan annmarka á framkvæmd kosninga. Með verulega annmarka sem og þar sem niðurstöðutölur úr kjördæminu breyttust milli fyrri talningar og endurtalningar, á þeim tíma sem vörslur kjörgagna voru ófullnægjandi, liggur jafnframt fyrir sú staðreynd að óvissa ríkir um það hver sé rétt niðurstaða úr kosningunum í Norðvesturkjördæmi. Við einfaldlega vitum ekki hver hinn lýðræðislegi vilji kjósenda var í Norðvesturkjördæmi vegna þess að atkvæðin voru ekki meðhöndluð með þeim hætti sem lög kveða á um. Bera kosningalögin með sér að sanna þurfi hvað nákvæmlega gerðist á þessum tíma sem varslan var ótrygg? Nei, svo er ekki, heldur að ætla megi að þessi annmarki hafi haft áhrif. Þá ítreka ég enn, tölurnar breyttust, það er staðreynd, sem hafði áhrif á veru 10 einstaklinga innan eða utan Alþingis. Við vitum ekki og getum líkast til aldrei komist á því hvort og þá hvað átti sér stað milli þess sem tölur eru lesnar upp um klukkan 7 að morgni sunnudagsins 26. september þar til talningafólk fer að mæta á talningarstað á sunnudeginum. Það veit heldur ekki það fólk sem tilnefnt var af framboðunum til að fylgjast með talningu í Norðvesturkjördæmi því þau voru ekki á staðnum. Í lögum um alþingiskosningar segir að ef gallar séu á kosningum sem ætla má að áhrif hafi haft á úrslit kosningarinnar skuli Alþingi gera kosninguna ógilda og þá skuli ný kosning fara fram í kjördæmi ef kosnings heils lista er ógild. Á Alþingi ræddu þau sem vildu staðfesta kjörbréf allra 63 þingmannanna meðal annars með þeim hætti að ekki væri vissa fyrir því hvað nákvæmlega olli því að atkvæðatölur breyttust og því sé ekki tækt að ógilda kosningarnar. Hér er verið að beita öfugri sönnunarbyrði þar sem þeir sem benda á þá verulegu annmarka sem voru á framkvæmdinni og þá verulegu óvissu sem uppi er um lýðræðislegan vilja kjósenda kjördæmisins eiga að sanna hvað nákvæmlega gerðist þegar atkvæðatölur breyttust er vörslur voru ófullnægjandi. Þar er verið að óska eftir að beitt verði meginreglu sakamálalaga um sakleysi uns sekt sé sönnuð, sem hvergi er getið í kosningalögunum. Þar er ekki gerð nein slík krafa né hafa þeir dómstólar, þar á meðal Hæstiréttur, sem fjallað hafa um kosningakærur til þessa dags gert slíka kröfu. Þetta mál snýst um lög en þetta snýst líka um ásýnd og traust kjósenda á að framkvæmd hafi verið með fullnægjandi hætti. Þar liggur sönnunarbyrði stjórnvalda og í dag Alþingis, að færa sönnur á að niðurstöður sýni lýðræðislegan vilja kjósenda. Slíku er ekki fyrir að fara í áliti og niðurstöðu meirihluta kjörbréfanefndar og því tel ég án nokkurs vafa að nauðsynlegt sé að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi og ganga þar til kosninga að nýju. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. Kjósendur gengu til alþingiskosninga þann 25. september sl. og geri ég ráð fyrir að þar hafi kjósendur gert ráð fyrir að kosningar færu fram eins og lög gera ráð fyrir. Það er mikilvægt að ekki leiki vafi á slíku því það er mikilvægt, fyrir framtíð lýðræðis á Íslandi, að hvers konar misbrestur á framkvæmd kosninga sé ekki álitinn léttvægur heldur af alvöru. Kosningalögin setja framkvæmdaraðilum kosninga ýmsar reglur og ef annmarkar eru á framkvæmdinni, og ætla má að það hafi haft áhrif á úrslit kosninga, gera lögin ráð fyrir afleiðingum. Best færi að öðrum en þingmönnum væri falið verkefnið að úrskurða um gildi kosninga en svona er þetta samkvæmt stjórnarskrá og undan því getum við ekki skorast. Okkar verkefni er að fylgja bókstaf laganna og greiða atkvæði um það hvort framkvæmd kosninga hafi verið þannig að kjósendur geti treyst því að niðurstaða kosninga á landinu sýni hinn lýðræðislega vilja kjósenda. Framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi bar með sér fjölmarga annmarka eins og rannsókn undirbúningsnefndar hefur leitt í ljós. Talning hófst áður en kjörstaðir lokuðu, verklag við talningu tók breytingum í miðju verki án þess að öllum sem komu að flokkun og talningu væri það kunnugt. Þá var færslum í gerðarbók ábótavant þannig að hvorki voru atvik rituð jafnóðum eins og gera skal, né var allt sem ber að færa þangað inn fært til bókar. Þá var eftirárituð gerðarbók undirrituð af oddvita yfirkjörstjórnar einum. Við endurtalningu eiga sér einnig stað margvíslegir annmarkar. Oddviti yfirkjörstjórnar var einn á talningastaðnum um tíma og utan auga myndavéla sem staðsettar eru fyrir utan talningarstað. Þar innan salar mátti hvort tveggja finna blýanta og strokleður, endurtalning hófst án þess að tekin væri um það formleg ákvörðun og áður en talningafólk og ekki síður umboðsmenn mættu á staðinn og loks voru ekki allir kjörseðlar endurtaldir heldur bara hluti þeirra. Allir þessir annmarkar komu í ljós við rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Við afhendingu kjörbréfa frá Landskjörstjórn gerðist sá óvenjulegi atburður að með kjörbréfum fylgdi bókun landskjörstjórnar þess efnis að ekki hefði komið fram að meðferð kjörgagna hefði verið fullnægjandi. En skiptir þetta einhverju máli fyrst vægi flokkanna sem sæti eiga á alþingi breyttist ekki við endurtalningu? Jú, þetta snýst um traust á lýðræðislegum kosningum, traust á lögmæti Alþingis, traust á okkar störfum. Þetta snýst líka um tilveru tíu einstaklinga sem ýmist eru eða eru ekki þingmenn. Þær reglur við framkvæmd kosninga sem ritaðar eru í kosningalögin eru öryggisreglur til að tryggja að hinn lýðræðislegi vilji kjósenda sé virtur. Þess vegna verðum við að skoða hvað lögin boða og hvernig bregðast skal við ef misbrestur verður á framkvæmdinni. Fyrir liggur niðurstaða rannsóknar lögreglu á Vesturlandi þess efnis að kosningalög hafi verið brotin í veigamiklum atriðum varðandi vörslur kjörgagna. Þetta er staðreynd sem er óumdeild og er hér um að ræða verulegan annmarka á framkvæmd kosninga. Með verulega annmarka sem og þar sem niðurstöðutölur úr kjördæminu breyttust milli fyrri talningar og endurtalningar, á þeim tíma sem vörslur kjörgagna voru ófullnægjandi, liggur jafnframt fyrir sú staðreynd að óvissa ríkir um það hver sé rétt niðurstaða úr kosningunum í Norðvesturkjördæmi. Við einfaldlega vitum ekki hver hinn lýðræðislegi vilji kjósenda var í Norðvesturkjördæmi vegna þess að atkvæðin voru ekki meðhöndluð með þeim hætti sem lög kveða á um. Bera kosningalögin með sér að sanna þurfi hvað nákvæmlega gerðist á þessum tíma sem varslan var ótrygg? Nei, svo er ekki, heldur að ætla megi að þessi annmarki hafi haft áhrif. Þá ítreka ég enn, tölurnar breyttust, það er staðreynd, sem hafði áhrif á veru 10 einstaklinga innan eða utan Alþingis. Við vitum ekki og getum líkast til aldrei komist á því hvort og þá hvað átti sér stað milli þess sem tölur eru lesnar upp um klukkan 7 að morgni sunnudagsins 26. september þar til talningafólk fer að mæta á talningarstað á sunnudeginum. Það veit heldur ekki það fólk sem tilnefnt var af framboðunum til að fylgjast með talningu í Norðvesturkjördæmi því þau voru ekki á staðnum. Í lögum um alþingiskosningar segir að ef gallar séu á kosningum sem ætla má að áhrif hafi haft á úrslit kosningarinnar skuli Alþingi gera kosninguna ógilda og þá skuli ný kosning fara fram í kjördæmi ef kosnings heils lista er ógild. Á Alþingi ræddu þau sem vildu staðfesta kjörbréf allra 63 þingmannanna meðal annars með þeim hætti að ekki væri vissa fyrir því hvað nákvæmlega olli því að atkvæðatölur breyttust og því sé ekki tækt að ógilda kosningarnar. Hér er verið að beita öfugri sönnunarbyrði þar sem þeir sem benda á þá verulegu annmarka sem voru á framkvæmdinni og þá verulegu óvissu sem uppi er um lýðræðislegan vilja kjósenda kjördæmisins eiga að sanna hvað nákvæmlega gerðist þegar atkvæðatölur breyttust er vörslur voru ófullnægjandi. Þar er verið að óska eftir að beitt verði meginreglu sakamálalaga um sakleysi uns sekt sé sönnuð, sem hvergi er getið í kosningalögunum. Þar er ekki gerð nein slík krafa né hafa þeir dómstólar, þar á meðal Hæstiréttur, sem fjallað hafa um kosningakærur til þessa dags gert slíka kröfu. Þetta mál snýst um lög en þetta snýst líka um ásýnd og traust kjósenda á að framkvæmd hafi verið með fullnægjandi hætti. Þar liggur sönnunarbyrði stjórnvalda og í dag Alþingis, að færa sönnur á að niðurstöður sýni lýðræðislegan vilja kjósenda. Slíku er ekki fyrir að fara í áliti og niðurstöðu meirihluta kjörbréfanefndar og því tel ég án nokkurs vafa að nauðsynlegt sé að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi og ganga þar til kosninga að nýju. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun