Slökkvilið segir frá því í Facebook-færslu á síðu sinni að þegar fyrsti bíll hafi mætt á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn væri viðráðanlegur og því hafi hinir bílarnir verið afturkallaðir.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en einn íbúi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Að öðru leyti var nóg að gera í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu síðastliðinn sólarhring og alls urðu þeir 120 talsins. Þar af voru 35 verkefni tengd Covid-19.