Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 14:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að nýr meðferðarkjarni spítalans laði ungt fólk í störf. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira