Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 08:15 Þannig vill til að gera á Skyway Park, þar sem áður var landfylling þar sem menn losuðu sig við mengaðan úrgang, að minningagarði um þá sem hafa látist úr Covid-19. Getty Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira