Grænni Reykjavíkurborg – rafræn og blaðlaus! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í umhverfismálum og sýni þar frumkvæði og framsýni. Þörfin fyrir prentað mál minnkar stöðugt. Þar á Reykjavíkurborg að vera árvökul og í fararbroddi. Nýta rafrænar áskriftir og færa útgáfu sína í sömu átt þar sem þess er kostur. Minna má á að núverandi meirihluti hefur mært mjög rafræna ferla. Nýverið gaf borgin út 64 bls. bækling: „Uppbygging íbúða í borginni“ sem hægt hefði verið að koma til borgarbúa með einum smelli í stað þess að prenta og dreifa á öll heimili með tilheyrandi stóru kolefnisspori. Það er ekki gott fordæmi og illa farið með skattfé almennings. Kolefnisfótspor þess eitt og sér að prenta eitt blað jafngildir akstri meðalbíls um 1 km fyrir utan það að koma dagblöðum frá prentsmiðju í hverfin til viðtakenda. Árleg áskrift getur þannig numið kolefnisspori af akstri samsvarandi um 250 km á bifreið. Umhverfislegur ávinningur er því augljós. Með þessu umhverfisskrefi á borgin alls ekki að minnka stuðning við útgáfustarfsemi. Slíkt er alls ekki tilgangur þessar tillögu. Stuðningur í formi kaupa á fjölmiðlum á að halda áfram. Þetta er eingöngu hugsað sem góð viðleitni og fordæmi í baráttunni við umhverfismengun og sóun. Í baráttu okkar gegn umhverfismegnun skiptir allt máli og dropinn holar steininn. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í umhverfismálum og sýni þar frumkvæði og framsýni. Þörfin fyrir prentað mál minnkar stöðugt. Þar á Reykjavíkurborg að vera árvökul og í fararbroddi. Nýta rafrænar áskriftir og færa útgáfu sína í sömu átt þar sem þess er kostur. Minna má á að núverandi meirihluti hefur mært mjög rafræna ferla. Nýverið gaf borgin út 64 bls. bækling: „Uppbygging íbúða í borginni“ sem hægt hefði verið að koma til borgarbúa með einum smelli í stað þess að prenta og dreifa á öll heimili með tilheyrandi stóru kolefnisspori. Það er ekki gott fordæmi og illa farið með skattfé almennings. Kolefnisfótspor þess eitt og sér að prenta eitt blað jafngildir akstri meðalbíls um 1 km fyrir utan það að koma dagblöðum frá prentsmiðju í hverfin til viðtakenda. Árleg áskrift getur þannig numið kolefnisspori af akstri samsvarandi um 250 km á bifreið. Umhverfislegur ávinningur er því augljós. Með þessu umhverfisskrefi á borgin alls ekki að minnka stuðning við útgáfustarfsemi. Slíkt er alls ekki tilgangur þessar tillögu. Stuðningur í formi kaupa á fjölmiðlum á að halda áfram. Þetta er eingöngu hugsað sem góð viðleitni og fordæmi í baráttunni við umhverfismengun og sóun. Í baráttu okkar gegn umhverfismegnun skiptir allt máli og dropinn holar steininn. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun