Körfuboltakvöld um Þóri: „Fáir íslenskir leikmenn með sama vopnabúr“ | „Eins og hálfgerð ofurhetja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 10:45 Þórir Guðmundur var magnaður í sigri KR á Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, eða Tóti Túrbó eins og hann er betur þekktur sem vestur í bæ, fór mikinn er KR lagði Stjörnuna í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöld. KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti