Tvö norðurlönd bætast í bandalag Danmerkur gegn olíu- og gasvinnslu en ekki Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:52 Gamlir og ónotaðir olíuborpallar í Cromarty-firði í Skotlandi. Skoska heimastjórnin á í viðræðum við BOGA. Bresk stjórnvöld gefa þó út leitar- og vinnsluleyfi undan ströndum Skotlands þar sem mest af vinnslu Breta fer fram. Vísir/EPA Fimm þjóðir og eitt kanadískt fylki gekk í bandalag Danmerkur og Kosta Ríka um að stöðva frekari olíu- og gasvinnslu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Ekkert af stóru olíuframleiðsluríkjunum tekur þátt í bandalaginu. Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira