„Sjálfnærandi peningamaskína“ Gunnar Karl Ólafsson skrifar 10. nóvember 2021 13:31 Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun