Telja sig hafa handtekið raðmorðingja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:11 Perez Reed er grunaður um sex morð og tvær alvarlegar líkamsárásir. AP/St. Louis County Justice Services Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira