Telja sig hafa handtekið raðmorðingja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:11 Perez Reed er grunaður um sex morð og tvær alvarlegar líkamsárásir. AP/St. Louis County Justice Services Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira