Áætlunarflug nauðsynlegt Vestmannaeyjum Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun