Tengir aukinn kvíða ungs fólks við að heil kynslóð hafi ekki lesið biblíusögur Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2021 11:31 Solveig Lára Guðmundsdóttir þegar hún var vígð til biskupsdóms á Hólum. Hér er hún með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra. Skoða þarf aukinn kvíða hjá ungu fólki í samhengi við að undanfarin tuttugu ár hafi heil kynslóð hvorki lært biblíusögur né fengið kristindómsfræðslu, að mati vígslubiskups á Hólum. Hún segir vanþekkingu fólks á starfi Þjóðkirkjunnar skýra lítið traust til hennar. Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára. Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára.
Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira