Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 23:37 Scott er hér á tónleikunum örlagaríku um helgina, þar sem átta létu lífið. Rick Kern/Getty Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00