Pippen ósáttur við Jordan: „Hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2021 11:01 Scottie Pippen potar í Michael Jordan í ævisögu sinni sem kemur út síðar í þessum mánuði. getty/Raymond Boyd Scottie Pippen er vægast sagt ósáttur með þá mynd sem dregin er upp af honum í heimildaþáttaröðinni The Last Dance sem var sýnd í fyrra og hvernig Michael Jordan er baðaður í dýrðarljóma í henni. Þetta kemur fram í væntanlegri ævisögu Pippens, Unguarded. GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira