Stór hluti presta „innheimti ekki nema brot af því sem er í boði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2021 21:31 Guðrún Karls- og Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Vísir/Egill Sóknarprestur í stærstu sókn landsins telur að prestar séu almennt sammála um að afnema eigi gjöld fyrir aukaverk, þó að deilt hafi verið um málið á kirkjuþingi í gær. Hún er bjartsýn á að gjöldin verði afnumin í náinni framtíð. Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún. Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún.
Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira