Stór hluti presta „innheimti ekki nema brot af því sem er í boði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2021 21:31 Guðrún Karls- og Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Vísir/Egill Sóknarprestur í stærstu sókn landsins telur að prestar séu almennt sammála um að afnema eigi gjöld fyrir aukaverk, þó að deilt hafi verið um málið á kirkjuþingi í gær. Hún er bjartsýn á að gjöldin verði afnumin í náinni framtíð. Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún. Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún.
Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira