Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 21:00 Upplýsingum um könnun á búsetu fólks í atvinnuhúsnæði verður komið til fólks á sjö tungumálum. Stöð 2/Egill Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir. Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir.
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira