Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 16:00 Minningarathöfn um Halyna Hutchins var haldin í gær. AP Photo/Chris Pizzello Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03
Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53
Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58