Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 23. október 2021 08:00 Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Neytendur Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun