Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 12:16 Baldwin og Hutchins unnu saman að myndinni Rust. Getty Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. Miðlar vestanhafs segja ekki liggja ljóst fyrir hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort Hutchins og Souza fengu í sig brotajárn úr skotvopninu. Souza er ýmist sagður hafa verið hæfður í viðbeinið eða öxlina en Hutchins var skotin í magann og flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem ekki reyndist unnt að bjarga henni. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Myndir náðust af honum við lögreglustöðina en vitni segja hann hafa grátið og verið í mikilli geðshræringu. Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Harmleikurinn þykir minna um margt á dauða leikarans Brandon Lee, sem lést við tökur á myndinni The Crow árið 1993. Þá reyndist raunveruleg byssukúla enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og lenti hún í kvið Lee þegar einn meðleikara hans hleypti af. Systir Lee hefur tjáð sig um slysið í Santa Fe og vottað hlutaðeigandi samúð sína. Skotvopnasérfræðingur sem unnið hefur við kvikmyndagerð segir mörgum spurningum ósvarað, þar sem ein af reglum meðferðar skotvopna á tökustað sé að þeim eigi aldrei að beina að öðrum við tökur. Our hearts go out to the family of Halyna Hutchins and to Joel Souza and all involved in the incident on “Rust”. No one should ever be killed by a gun on a film set. Period. 💔— Brandon Bruce Lee (@brandonblee) October 22, 2021 Joe Manganiello, sem vann með Hutchins að myndinni Archenemy, minnist hennar á Twitter. Hutchins, sem var 42 ára, átti einn son. I’m in shock. I was so lucky to have had Halyna Hutchins as my DP on Archenemy. An incredible talent & great person. I can’t believe this could happen in this day and age… gunfire from a prop gun could kill a crew member? What a horrible tragedy. My heart goes out to her family pic.twitter.com/W479ch56Js— JOE MANGANIELLO (@JoeManganiello) October 22, 2021 Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Miðlar vestanhafs segja ekki liggja ljóst fyrir hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort Hutchins og Souza fengu í sig brotajárn úr skotvopninu. Souza er ýmist sagður hafa verið hæfður í viðbeinið eða öxlina en Hutchins var skotin í magann og flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem ekki reyndist unnt að bjarga henni. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Myndir náðust af honum við lögreglustöðina en vitni segja hann hafa grátið og verið í mikilli geðshræringu. Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Harmleikurinn þykir minna um margt á dauða leikarans Brandon Lee, sem lést við tökur á myndinni The Crow árið 1993. Þá reyndist raunveruleg byssukúla enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og lenti hún í kvið Lee þegar einn meðleikara hans hleypti af. Systir Lee hefur tjáð sig um slysið í Santa Fe og vottað hlutaðeigandi samúð sína. Skotvopnasérfræðingur sem unnið hefur við kvikmyndagerð segir mörgum spurningum ósvarað, þar sem ein af reglum meðferðar skotvopna á tökustað sé að þeim eigi aldrei að beina að öðrum við tökur. Our hearts go out to the family of Halyna Hutchins and to Joel Souza and all involved in the incident on “Rust”. No one should ever be killed by a gun on a film set. Period. 💔— Brandon Bruce Lee (@brandonblee) October 22, 2021 Joe Manganiello, sem vann með Hutchins að myndinni Archenemy, minnist hennar á Twitter. Hutchins, sem var 42 ára, átti einn son. I’m in shock. I was so lucky to have had Halyna Hutchins as my DP on Archenemy. An incredible talent & great person. I can’t believe this could happen in this day and age… gunfire from a prop gun could kill a crew member? What a horrible tragedy. My heart goes out to her family pic.twitter.com/W479ch56Js— JOE MANGANIELLO (@JoeManganiello) October 22, 2021
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27