Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins Gréta Dögg Þórisdóttir skrifar 19. október 2021 10:01 Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun