KR-ingurinn mætir liðinu sem hann yfirgaf á miðju tímabil í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 14:31 Shawn Glover í leik með Tindastólsliðinu á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Augu margra verða á Shawn Derrick Glover í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Tindastól í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu. Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu.
Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira