Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 14. október 2021 10:30 Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Ævar Harðarson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar