Háskóli Íslands eða Háskóli höfuðborgarsvæðisins? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir og Agnes Klara Ben Jónsdóttir skrifa 11. október 2021 13:30 „Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
„Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar