Háskóli Íslands eða Háskóli höfuðborgarsvæðisins? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir og Agnes Klara Ben Jónsdóttir skrifa 11. október 2021 13:30 „Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Sjá meira
„Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun