Á vefmyndavél RÚV sást ástfanginn maður krjúpa niður á hné og bera upp bónorð á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli upp úr klukkan tvö í dag.
Ekki er hægt að fullyrða hvort svarað hafi verið játandi, en jákvæð viðbrögð á myndbandinu virðast sterklega gefa til kynna að parið hafi farið hið ánægðasta af vettvangi gosstöðvanna.
Gosstöðvarnar virðast eftirsóttur staður til að bera upp bónorð. Þannig hafa ófáar fréttir verið sagðar af því þegar fólk nýtir stórbrotið umhverfi gosstöðvanna fyrir þetta mikilvæga augnablik.