Ertu til? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. október 2021 09:00 Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar