Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2021 07:55 Sebastian Kaleta, aðstoðardómsmálaráðherra, ræddi við blaðamenn í gær vegna beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Evrópudómstóllinn sekti stjórnvöld í Póllandi fyrir að vera ekki búin að leggja af eftirlitsnefnd með störfum hæstaréttardómara. epa/Leszek Szymanski Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“. Pólland Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“.
Pólland Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira