Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 20:31 Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“ Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“
Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37