Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 20:31 Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“ Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“
Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent