Bóluefni gegn malaríu í almenna notkun: Gæti bjargað tugum þúsunda barna á ári hverju Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 17:05 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælti í dag með því að bóluefnið RTS,S yrði notað almennt gegn malaríusýkingum í börnum í Afríku. Þetta er fyrsta slíka bóluefnið sem er tekið í almenna notkun, en um 400 þúsund manns láta lífið vegna malaríu á heimsvísu ár hvert. Þar af 260 þúsund börn í Afríku sunnan Sahara. Hægt verður að bjarga lífum tuga þúsunda afrískra barna ár hvert eftir að notkun bóluefnis gegn malaríu var samþykkt af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í dag. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira