Bóluefni gegn malaríu í almenna notkun: Gæti bjargað tugum þúsunda barna á ári hverju Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 17:05 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælti í dag með því að bóluefnið RTS,S yrði notað almennt gegn malaríusýkingum í börnum í Afríku. Þetta er fyrsta slíka bóluefnið sem er tekið í almenna notkun, en um 400 þúsund manns láta lífið vegna malaríu á heimsvísu ár hvert. Þar af 260 þúsund börn í Afríku sunnan Sahara. Hægt verður að bjarga lífum tuga þúsunda afrískra barna ár hvert eftir að notkun bóluefnis gegn malaríu var samþykkt af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í dag. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira