Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 10:33 Fólk að vinna við hreinsunarstörf í Kaliforníu. AP/Eugene Garcia Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn. Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu. Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu.
Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31