Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 19:39 Frances Haugen vann um hríð hjá Facebook, en blöskraði starfshættir stjórnenda og áhersla á ofsagróða fram yfir samfélagslega hagsmuni. Hún ljóstraði því upp um framferðið og bar vitni fyrir þingnefnd í Washington fyrr í dag. Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42
Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48