Lítil og meðalstór fyrirtæki vænta mikils af nýjum stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 28. september 2021 12:30 Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar