„Þessi sjúkdómur er miskunnarlaus“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. september 2021 13:31 Hönnuðurinn og listakonan Hlín Reykdal segist ekki hafa þurft að hugsa sig um þegar hún var beðin um að sjá um hönnun Bleiku slaufunnar í ár. „Pabbi minn lést úr heilakrabbameini árið 2013 eftir mjög stutta baráttu. Þessi sjúkdómur miskunnarlaus og ég hvet alla til að fara til læknis ef minnsti grunur vaknar,“ segir hönnuðurinn Hlín Reykdal í samtali við Vísi. Hlín Reykdal er listamaðurinn sem sér um hönnun Bleiku slaufunnar í ár og stendur verkefnið henni nærri. „Þetta er í fyrsta skipti sem að ég fæ þann heiður að hanna Bleiku slaufuna og ég þurfti ekki að hugsa mig um andartak þegar þær hjá Krabbameinsfélaginu höfðu samband við mig.“ Ég á nokkrar vinkonur sem hafa glímt við krabbamein og eru að berjast núna og mér er brugðið hvað brjóstakrabbamein er að greinast hjá ungum konum. Hlín segir það mikilvægt að fólki geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki vandamál sem að gufi bara upp og því þurfi að gera allt til þess að grípa inn sem fyrst. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til beint Krabbameinsfélagsins. Leikkonan Íris Tanja glæsileg með Bleiku slaufuna. Dóra Dúna Verum til staðar Ágóðinn fer til stuðnings við fjölbreytta starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum. Skilaboð átaksins í ár eru hvatning til fólks að vera til staðar, bæði fyrir þá sem takast á við krabbamein sem og aðstandendur. Krabbamein snertir alla á einhvern hátt og hægt er að veita stuðning á ýmsa vegu. Hönnnunarferlið hefur gengið vel en ég kaus að vinna út frá skilaboðum í ár og ég vildi nota slagorð Krabbameinsfélagsins í ár „verum til“ með í hönnunina. Slaufan í ár er hálsmen með gylltum platta og handþræddri slaufu. Á plattanum eru skilaboðin, Verum til, sem er einmitt slagorð herferðarinnar í ár. Íris Stefánsdóttir Bleika slaufan mun fara í sölu 1. október í öllum helstu matvöruverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu, vefsíðu Hlín Reykdal og fleiri stöðum. Hafa ber í huga að slaufan verður aðeins í sölu frá 1. – 15. október svo að eftir það er ekki hægt að tryggja sér eintak. Hver slaufa einstök Hlín hefur um árabil framleitt handgerða skartgripi undir merki sínu Hlín Reykdal og er engin undantekning þegar kemur að þessu verkefni. Fyrirsætan Inga ber Bleiku slaufuna með stolti. Dóra Dúna „Slaufan sjálf er framleidd erlendis og er handþrædd, svo að hver slaufa er í raun einstök.“ Á hverju ári látast um sjö hundruð manns úr krabbameini og þar af eru um þrjú hundruð manns yngri en 75 ára. Talsmenn Krabbameinsfélagsins segja því miður alltof marga falla á milli báts og bryggju og fá því ekki þá þjónustu og upplýsingar sem þeir þurfi á réttum tíma og lifi því við skert lífsgæði. „Ég tileinka slaufunni þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.''“ Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið radgjof@krabb.is. Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Hlín Reykdal er listamaðurinn sem sér um hönnun Bleiku slaufunnar í ár og stendur verkefnið henni nærri. „Þetta er í fyrsta skipti sem að ég fæ þann heiður að hanna Bleiku slaufuna og ég þurfti ekki að hugsa mig um andartak þegar þær hjá Krabbameinsfélaginu höfðu samband við mig.“ Ég á nokkrar vinkonur sem hafa glímt við krabbamein og eru að berjast núna og mér er brugðið hvað brjóstakrabbamein er að greinast hjá ungum konum. Hlín segir það mikilvægt að fólki geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki vandamál sem að gufi bara upp og því þurfi að gera allt til þess að grípa inn sem fyrst. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til beint Krabbameinsfélagsins. Leikkonan Íris Tanja glæsileg með Bleiku slaufuna. Dóra Dúna Verum til staðar Ágóðinn fer til stuðnings við fjölbreytta starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum. Skilaboð átaksins í ár eru hvatning til fólks að vera til staðar, bæði fyrir þá sem takast á við krabbamein sem og aðstandendur. Krabbamein snertir alla á einhvern hátt og hægt er að veita stuðning á ýmsa vegu. Hönnnunarferlið hefur gengið vel en ég kaus að vinna út frá skilaboðum í ár og ég vildi nota slagorð Krabbameinsfélagsins í ár „verum til“ með í hönnunina. Slaufan í ár er hálsmen með gylltum platta og handþræddri slaufu. Á plattanum eru skilaboðin, Verum til, sem er einmitt slagorð herferðarinnar í ár. Íris Stefánsdóttir Bleika slaufan mun fara í sölu 1. október í öllum helstu matvöruverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu, vefsíðu Hlín Reykdal og fleiri stöðum. Hafa ber í huga að slaufan verður aðeins í sölu frá 1. – 15. október svo að eftir það er ekki hægt að tryggja sér eintak. Hver slaufa einstök Hlín hefur um árabil framleitt handgerða skartgripi undir merki sínu Hlín Reykdal og er engin undantekning þegar kemur að þessu verkefni. Fyrirsætan Inga ber Bleiku slaufuna með stolti. Dóra Dúna „Slaufan sjálf er framleidd erlendis og er handþrædd, svo að hver slaufa er í raun einstök.“ Á hverju ári látast um sjö hundruð manns úr krabbameini og þar af eru um þrjú hundruð manns yngri en 75 ára. Talsmenn Krabbameinsfélagsins segja því miður alltof marga falla á milli báts og bryggju og fá því ekki þá þjónustu og upplýsingar sem þeir þurfi á réttum tíma og lifi því við skert lífsgæði. „Ég tileinka slaufunni þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.''“ Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið radgjof@krabb.is.
Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið radgjof@krabb.is.
Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00