„Þessi sjúkdómur er miskunnarlaus“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. september 2021 13:31 Hönnuðurinn og listakonan Hlín Reykdal segist ekki hafa þurft að hugsa sig um þegar hún var beðin um að sjá um hönnun Bleiku slaufunnar í ár. „Pabbi minn lést úr heilakrabbameini árið 2013 eftir mjög stutta baráttu. Þessi sjúkdómur miskunnarlaus og ég hvet alla til að fara til læknis ef minnsti grunur vaknar,“ segir hönnuðurinn Hlín Reykdal í samtali við Vísi. Hlín Reykdal er listamaðurinn sem sér um hönnun Bleiku slaufunnar í ár og stendur verkefnið henni nærri. „Þetta er í fyrsta skipti sem að ég fæ þann heiður að hanna Bleiku slaufuna og ég þurfti ekki að hugsa mig um andartak þegar þær hjá Krabbameinsfélaginu höfðu samband við mig.“ Ég á nokkrar vinkonur sem hafa glímt við krabbamein og eru að berjast núna og mér er brugðið hvað brjóstakrabbamein er að greinast hjá ungum konum. Hlín segir það mikilvægt að fólki geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki vandamál sem að gufi bara upp og því þurfi að gera allt til þess að grípa inn sem fyrst. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til beint Krabbameinsfélagsins. Leikkonan Íris Tanja glæsileg með Bleiku slaufuna. Dóra Dúna Verum til staðar Ágóðinn fer til stuðnings við fjölbreytta starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum. Skilaboð átaksins í ár eru hvatning til fólks að vera til staðar, bæði fyrir þá sem takast á við krabbamein sem og aðstandendur. Krabbamein snertir alla á einhvern hátt og hægt er að veita stuðning á ýmsa vegu. Hönnnunarferlið hefur gengið vel en ég kaus að vinna út frá skilaboðum í ár og ég vildi nota slagorð Krabbameinsfélagsins í ár „verum til“ með í hönnunina. Slaufan í ár er hálsmen með gylltum platta og handþræddri slaufu. Á plattanum eru skilaboðin, Verum til, sem er einmitt slagorð herferðarinnar í ár. Íris Stefánsdóttir Bleika slaufan mun fara í sölu 1. október í öllum helstu matvöruverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu, vefsíðu Hlín Reykdal og fleiri stöðum. Hafa ber í huga að slaufan verður aðeins í sölu frá 1. – 15. október svo að eftir það er ekki hægt að tryggja sér eintak. Hver slaufa einstök Hlín hefur um árabil framleitt handgerða skartgripi undir merki sínu Hlín Reykdal og er engin undantekning þegar kemur að þessu verkefni. Fyrirsætan Inga ber Bleiku slaufuna með stolti. Dóra Dúna „Slaufan sjálf er framleidd erlendis og er handþrædd, svo að hver slaufa er í raun einstök.“ Á hverju ári látast um sjö hundruð manns úr krabbameini og þar af eru um þrjú hundruð manns yngri en 75 ára. Talsmenn Krabbameinsfélagsins segja því miður alltof marga falla á milli báts og bryggju og fá því ekki þá þjónustu og upplýsingar sem þeir þurfi á réttum tíma og lifi því við skert lífsgæði. „Ég tileinka slaufunni þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.''“ Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið radgjof@krabb.is. Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Hlín Reykdal er listamaðurinn sem sér um hönnun Bleiku slaufunnar í ár og stendur verkefnið henni nærri. „Þetta er í fyrsta skipti sem að ég fæ þann heiður að hanna Bleiku slaufuna og ég þurfti ekki að hugsa mig um andartak þegar þær hjá Krabbameinsfélaginu höfðu samband við mig.“ Ég á nokkrar vinkonur sem hafa glímt við krabbamein og eru að berjast núna og mér er brugðið hvað brjóstakrabbamein er að greinast hjá ungum konum. Hlín segir það mikilvægt að fólki geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki vandamál sem að gufi bara upp og því þurfi að gera allt til þess að grípa inn sem fyrst. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til beint Krabbameinsfélagsins. Leikkonan Íris Tanja glæsileg með Bleiku slaufuna. Dóra Dúna Verum til staðar Ágóðinn fer til stuðnings við fjölbreytta starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum. Skilaboð átaksins í ár eru hvatning til fólks að vera til staðar, bæði fyrir þá sem takast á við krabbamein sem og aðstandendur. Krabbamein snertir alla á einhvern hátt og hægt er að veita stuðning á ýmsa vegu. Hönnnunarferlið hefur gengið vel en ég kaus að vinna út frá skilaboðum í ár og ég vildi nota slagorð Krabbameinsfélagsins í ár „verum til“ með í hönnunina. Slaufan í ár er hálsmen með gylltum platta og handþræddri slaufu. Á plattanum eru skilaboðin, Verum til, sem er einmitt slagorð herferðarinnar í ár. Íris Stefánsdóttir Bleika slaufan mun fara í sölu 1. október í öllum helstu matvöruverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu, vefsíðu Hlín Reykdal og fleiri stöðum. Hafa ber í huga að slaufan verður aðeins í sölu frá 1. – 15. október svo að eftir það er ekki hægt að tryggja sér eintak. Hver slaufa einstök Hlín hefur um árabil framleitt handgerða skartgripi undir merki sínu Hlín Reykdal og er engin undantekning þegar kemur að þessu verkefni. Fyrirsætan Inga ber Bleiku slaufuna með stolti. Dóra Dúna „Slaufan sjálf er framleidd erlendis og er handþrædd, svo að hver slaufa er í raun einstök.“ Á hverju ári látast um sjö hundruð manns úr krabbameini og þar af eru um þrjú hundruð manns yngri en 75 ára. Talsmenn Krabbameinsfélagsins segja því miður alltof marga falla á milli báts og bryggju og fá því ekki þá þjónustu og upplýsingar sem þeir þurfi á réttum tíma og lifi því við skert lífsgæði. „Ég tileinka slaufunni þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.''“ Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið radgjof@krabb.is.
Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið radgjof@krabb.is.
Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00