Níu Íslandsmeistarafélög voru í Pepsi Max deild karla í ár og öll héldu þau sæti sínu. Bæði fallliðin, HK og Fylkir, hafa ekki orðið Íslandsmeistarar og í staðinn komu tvö fyrrum Íslandsmeistaralið upp í deildina, Fram og ÍBV.
Eina félagið í Pepsi Max deildinni næsta sumar sem hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn er lið Leiknis í Breiðholti.
Það hafa aldrei verið fleiri en níu Íslandsmeistaralið í deildinni á sama tíma og mest voru sjö fyrrum Íslandsmeistarar í deildinni þegar hún var skipuð tíu liðum.
Það er líka þannig í fyrsta sinn í langan tíma að ekkert Íslandsmeistarafélag er fyrir utan efstu deildar.
Framarar voru að koma upp í fyrsta sinn frá árinu 2014 og KA-menn voru ekki í deildinni frá 2005 til 2016.
Þetta verður í fyrsta sinn síðan sumarið 1982 þar sem ekkert Íslandsmeistarafélag er fyrir utan efstu deild.
- Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla frá upphafi:
- 1. KR 27 sinnum (Síðast 2019)
- 2. Valur 23 sinnum (2020)
- 3. ÍA 18 sinnum (2001)
- 3. Fram 18 sinnum (1990)
- 5. FH 8 sinnum (2016)
- 6. Víkingur 6 sinnum (2021)
- 7. Keflavík 4 sinnum (1973)
- 8. ÍBV 3 sinnum (1998)
- 9. KA 1 sinni (1989)
- 9. Breiðablik 1 sinni (2010)
- 9. Stjarnan 1 sinni (2014)