Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 25. september 2021 12:28 Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Samfylkingin Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun