Geir Jón skriplar á skötu Jarl Sigurgeirsson skrifar 23. september 2021 18:31 Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun